Veltan

Veltan #8 - Hoda Thabet

Episode Notes

Hoda Thabet tilheyrir vaxandi stétt millimenningamiðlara sem gegna mikilvægu hlutverki í samræmdri móttöku flóttafólks í Reykjavík. Hlutverk þeirra er meðal annars að byggja upp traust og árangursrík samskipti á milli starfsfólk borgarinnar og nýrra íbúa hennar. 

Hoda er læs á marga og ólíka menningarheima en sjálf er hún fædd í Indlandi, af írönskum uppruna en alin upp í Oman. Hún er doktor í bókmenntum sem skráði sig nýverið í þriðja meistaranám sitt, í þetta sinn í lögfræði, svo hún geti betur þjónað og leiðbeint þeim flóttafjölskyldum sem hún vinnur fyrir. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig íslenskt samfélag geti betur tekið á móti innflytjendum, svo þeir eigi betri möguleika á að vaxa og dafna á nýjum heimaslóðum.

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.