Veltan

Veltan #7 - Sigrún Sigurðardóttir

Episode Notes

Viðmælandi Veltunnar að þessu sinni er Sigrún Sigurðardóttir. Sigrún er eldhugi og jafningjafræðari hjá Bataskóla Íslands sem er hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs. Þar er boðið upp á alls kyns gagnleg námskeið fyrir fullorðið fólk með geðrænar áskoranir. 

Sigrún elskar að sjá fólk ná árangri - en hún elskar líka heimilisköttinn sinn, íbúðina sína í Laugardalnum og er einlægur aðdáandi fantasíubókmennta. Hún hefur sjálf reynslu af geðrænum vanda, fíkn og veikindum, en náði bata meðal annars með aðstoð virkniúrræðisins Grettistaks. Hún segir okkur frá reynslu sinni og hvernig hún nýtir hana til góðs í dag með því að smíða námskeið, kenna og styðja annað fólk til betra lífs.

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.